Bra Miljöval
Bra Miljöval (gott val fyrir umhverfið) er umhverfismerki rekið af sænsku náttúruverndarsamtökunum (Svenska Naturskyddsföreningen). Merkið leggur aðallega áherslu á umhverfismál og nær yfir margar vörutegundir, allt frá flutningum og rafmagnsframleiðslu til þvottaefna og matvörubúða. Kröfurnar eru endurskoðaðar árlega, framleiðendur þurfa árlega að staðfesta kröfurnar séu uppfylltar. Auk þess eru gerðar tilviljunarkenndar stikkprufur. Á Íslandi er Bra Miljöval aðallega að finna á hreinlætisvörum.
Birt:
27. febrúar 2013
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Bra Miljöval“, Náttúran.is: 27. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/bra-miljval/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 27. febrúar 2013