Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak fyrir sáningu trjáplantna og runna og gildir það fyrir allt árið 2013. Um trjáplöntur og runna gilda aðeins önnur viðmið en sáning blóm-, blað-, rótar- og ávaxtaplantna. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.

Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum.

Dagur mánuður - tegund

22. apríl  - birki, perur, lind, víðir, lífviður, einir, plómur og beyki.
28. apríl  - askur, greni, fura, heslihnetur, sedrusviður, lífviður,  einir, plóma og beyki.
1.   maí   - elri, eik, kirsuber, hestakastanía, ætikastanía, greni, lífviður, einir og beiki.
5.   maí   - elri, lerki, lind, álmur, lífviður, einir, plómur og beyki.
7.   júní   - elri, lerki, lind og álmur.
11. júní   - birki, perur, lind og víðir.
2.   júlí    - askur, sedrusviður, greni, fura og heslihnetur.
27. júlí    - ýviður, eik, hestakastanía og kirsuber.
7.   ág.    - hlynur, epli og beyki.
27. ág.    - askur, fura, heslihnetur, greni og sedrusviður.
16. sept. - elri, lerki, lind og álmur.
3.   okt.   - askur, fura, heslihnetur, greni og sedrusviður.
20. okt.   - ýviður, eik, hestakastanía, kirsuber og ætikastanía.
28. nóv.  - birki, perur, lind og víðir.
25. des.  - ýviður, eik, hestakastanía og kirsuber.

Sáðalmanak hvers dags fyrir blóm-, blað-, rótar- og ávaxtaplöntur sem og trjáplantna og runna birtist einnig á Viðburðardagatalinu hér til hægri á síðunni.

Grafík: Sáning trjáa og runna, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir

Birt:
20. apríl 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðfinnur Jakobsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sáðalmanak fyrir sáningu trjáa og runna 2013“, Náttúran.is: 20. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/25/sadalmanak-fyrir-saningu-trjaa-og-runna-2013/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. febrúar 2013
breytt: 24. febrúar 2014

Skilaboð: