Sáðalmanak fyrir sáningu trjáa og runna 2013
Náttúran birtir nú fyrsta sáðalmanak fyrir sáningu trjáplantna og runna og gildir það fyrir allt árið 2013. Um trjáplöntur og runna gilda aðeins önnur viðmið en sáning blóm-, blað-, rótar- og ávaxtaplantna. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum.
Dagur mánuður - tegund
22. apríl - birki, perur, lind, víðir, lífviður, einir, plómur og beyki.
28. apríl - askur, greni, fura, heslihnetur, sedrusviður, lífviður, einir, plóma og beyki.
1. maí - elri, eik, kirsuber, hestakastanía, ætikastanía, greni, lífviður, einir og beiki.
5. maí - elri, lerki, lind, álmur, lífviður, einir, plómur og beyki.
7. júní - elri, lerki, lind og álmur.
11. júní - birki, perur, lind og víðir.
2. júlí - askur, sedrusviður, greni, fura og heslihnetur.
27. júlí - ýviður, eik, hestakastanía og kirsuber.
7. ág. - hlynur, epli og beyki.
27. ág. - askur, fura, heslihnetur, greni og sedrusviður.
16. sept. - elri, lerki, lind og álmur.
3. okt. - askur, fura, heslihnetur, greni og sedrusviður.
20. okt. - ýviður, eik, hestakastanía, kirsuber og ætikastanía.
28. nóv. - birki, perur, lind og víðir.
25. des. - ýviður, eik, hestakastanía og kirsuber.
Sáðalmanak hvers dags fyrir blóm-, blað-, rótar- og ávaxtaplöntur sem og trjáplantna og runna birtist einnig á Viðburðardagatalinu hér til hægri á síðunni.
Grafík: Sáning trjáa og runna, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir
Birt:
Tilvitnun:
Guðfinnur Jakobsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sáðalmanak fyrir sáningu trjáa og runna 2013“, Náttúran.is: 20. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/25/sadalmanak-fyrir-saningu-trjaa-og-runna-2013/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. febrúar 2013
breytt: 24. febrúar 2014