Afgreiðsla stefnu Vinstri grænna í landbúnaðarmálum til umræðu á landsþingi
Á Landsþingi Vinstri grænna er nú verið að ræða stefnumál hreyfingarinnar í landbúnaðarmálum m.a. eftirfarandi:
Svo drepið sé niður í þeim kafla er varðar erfðabreytta ræktun þá segir í línum 29-35:
„Viðhafa þarf skýra varúðarreglu við erfðabreytta ræktun, sérstaklega ef heimila á útiræktun í ljósi þess að þekking og reynsla er enn mjög takmörkuð. Setja þarf skýrt verklag um hvernig fara eigi með umsóknir þar að lútandi þannig að óháðir aðilar meti umsóknir og veiti ekki leyfi nema hafið sé yfir allan vafa að útiræktun geti ekki stefnt annarri ræktun eða náttúrulegu gróðurfari í voða. Varast þarf að leggja út á braut einkaleyfa og markaðsvæðingar þegar svo ríkir almannahagsmunir eru í húfi. Tryggja þarf fram á kjarnfóðri sem er með vottun um að vera óerfðabreytt.“
Katrín Jakobsdóttir nýkjörinn formaður flokksins, með 98% greiddra atkvæða, lagði til að stefnumál í landbúnaðarmálum og sérstaklega varðandi erfðabreytta ræktun, dýravelferð og eftirlit og skógrækt verði tekin til frekari vinnslu innan hreyfingarinnar áður en hún yrði endanlega afgreidd og var það samþykkt án mótatkvæða.
Ljósmyndir: Skjáskot af Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í pontu í beinni útsendingu frá landsfundinum á visir.is
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Afgreiðsla stefnu Vinstri grænna í landbúnaðarmálum til umræðu á landsþingi“, Náttúran.is: 23. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/23/afgreidsla-stefnu-vinstri-graenna-i-landbunadarmal/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.