Radísur í Eldhúsgarðinum
Radísa – rót – fljótspírandi
Sáning:
Sá inni frá mars og fram í apríl – sá úti frá miðjum apríl og fram að júlí. Sá oft t.d með tveggja-þriggja vikna millibili en ekki miklu í einu. Má sá á milli raða annarra plantna sem eru seinsprottnar eins og gulrætur. Radísur ýta hver annarri frá og þarf ekki mikið að grisja enda þægilegt að sá þeim því fræin eru stór. (Það er ekkert sem bannar að sá lengur fram á sumarið en ég nenni því alls ekki og mæli þess vegna ekki með því.)
Annað:
Nota má fersk, ung blöð af radísum í grænan drykk eða í salat eins og kryddplöntu. Radísufræ sérstaklega til að nota í spírun á veturna og hafa fengist í sumum verslunum og eru sterk og góð í salat. Radísur eru skrautlegar á matarborðinu. Ormar og flugur sækja í radísur og stundum eru þær ræktaðar til að vera fæða fyrir slík dýr innan um aðrar tegundir svo þær sleppi óskaddaðar.
Lækningarmáttur:
Radísur eru einkum taldar hjálpa innir líffærum eins og lifri, gallblöðru og nýrum. Þær eru taldar blóðhreinsandi og margt annað gott gerandi. Blöðin eru mjög C-vitamín rík.
Uppskera:
Radísur eru fljótsprottnar og ætar umþb. 4 vikur eftir þeim er sáð. Þess vegna frá byrjun maí og fram í ágúst byrjun.
Geymsla:
Yfirleitt eru radísur borðaðar ferskar og hráar – ef til vill með salti af því þær eru beiskar en ekki geymdar og mæli ég með því.
Grafík: Radísa í Eldhúsgarðinum, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Radísur í Eldhúsgarðinum“, Náttúran.is: 9. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2011/06/11/radisa-rot-fljotspirandi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. júní 2011
breytt: 22. febrúar 2013