Gosdrykkir og djús
Drykkir með eða án goss sem innihalda blöndu sykurs, sætuefna, litarefna, bragðefna og eru ekki úr hreinum ávaxtasafa eða kolsýrðu vatni.
Í mörgum drykkjum er sykur eða sætuefni þótt gefið sé til kynna að drykkurinn sé nánast hreint vatn.
Eins er með ýmsa ávaxtasafa, þeir eru sykurbættir og með rotvarnar- og bragðefnum þótt hreinleiki sé gefinn til kynna á umbúðum.
Gosdrykkir innihalda mikið magn sykurs eða sætuefna auk sýru sem er sérlega hættuleg glerung tanna og getur haft áhrif á meltingu.
Sætuefni í gosdrykkjum geta verið t.d. asesúlfam K (E950), aspartam (E951) og sakkarín (E954) auk efna eins og fenýlanalíns. Þessi efni eru allt að 500 sinnum sætari en sykur og þau innihalda engar kalóríur. Hins vegar hafa vísindamenn við Purdue háskóla bent á að þegar líkaminn fær sætuefni í sig, þá heldur líkaminn að hann sé að fá sykur, og framkallar hungurtilfinningu þegar síðan kemur í ljós að ekki er um sykur að ræða heldur sætuefni.
Einnig eru í gosdrykkjum ýmis sterk litarefni eins og karamel (E150). Karamel getur framkallað ofnæmisviðbrögð hjá þeim sem eru viðkvæmir gagnvart laktósa, dextrósa eða maltsýrópi.
Grafík: Gosdrykkir og djús, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Gosdrykkir og djús“, Náttúran.is: 11. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/gosdrykkir-og-djus/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 11. janúar 2015