Ís og klakar
Eins og í sælgæti er ógrynni af litarefnum í ís og frostpinnum. Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru. Brilljant blátt FCF (E-133) t.d. er að finna í ís. Efnið var lengi bannað í sumum löndum Evrópu en hefur nú verið leyft vegna reglna innan ESB. Efnið er unnið úr kolatjöru og það getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Viss ótti er við að efnið geti verið krabbameinsvaldandi í miklu magni en það hefur þó ekki verið sannað nema hjá rottum. Önnur litarefni í sælgæti sem eru unnin úr hráolíu eru t.d. E-110 (Sunset Yellow FCF) og E-129 (Allúra rautt AC). Einnig eru ýmis bindiefni sem binda vatn í ísnum og gætu hugsanlega stuðlað að vökvasöfnun í líkamanum.
Af E efna tóli Náttúrunnar fyrir farsíma, skoða e.natturan.is hér.
Grafík: Ís og klakar, af E efna tóli Náttúrunnar, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Ís og klakar“, Náttúran.is: 4. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/og-klakar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 5. febrúar 2014