Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Líkami barna er mun minni en okkar fullorðnu, og börnin þola því minna af hættulegum efnum þar sem áhrif slíkra efna eru oft minni eftir því sem líkamsþyngd er meiri.

Í sælgæti er ógrynni af litarefnum. Sum þessara litarefna eru unnin úr hráolíu eða kolatjöru. Brilljant blátt FCF (E-133) er t.d. að finna í sælgæti. Efnið var lengi bannað í sumum löndum Evrópu en hefur nú verið leyft vegna reglna innan ESB. Efnið er unnið úr kolatjöru og það getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Viss ótti er við að efnið geti verið krabbameinsvaldandi í miklu magni en það hefur þó ekki verið sannað nema hjá rottum.

Önnur litarefni í sælgæti sem eru unnin úr hráolíu eru t.d. E-110 (Sunset Yellow FCF) og E-129 (Allúra rautt AC).

Mikilvægt er að framleiðendur hefji merkingar á hættulegum litarefnum, og að foreldrar séu upplýstir um hvað börnin eru að borða, þannig að fólk viti hvað það er með í höndunum þegar sælgæti er annars vegar.

Grafík: Sælgæti, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
4. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Sælgæti“, Náttúran.is: 4. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/saelgaeti/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 16. september 2014

Skilaboð: