Það hefur færst í vöxt að fisk- og kjötvörur séu ekki hrein afurð, jafnvel þó að aðeins sé um niðurskurð og pökkun að ræða. Kjúklingalæri og ýsuflök pökkuð í frauð og plast eru oft sprautuð með vatni, salti og sykri auk bragðaukandi efna.

Unnu fisk- og kjötafurðirnar eru þó enn varasamari hvað þetta varðar. Nítröt og nítrít (natríum og kalíumsölt) (E249-252) eru notuð sem rotvarnar- og þráavarnarefni í unnum kjötvörum eins og skinkum og pylsum. Markmiðið er að koma í veg fyrir vöxt bótúlínum örvera – Clostridium botulinum, sem eru mjög skaðlegar örverur ef þær finnast í kjöti. Rannsóknir benda til að nítröt og nítrít geti hugsanlega verið krabbameinsvaldandi sé þeirra neytt í miklum mæli.

Að sjálfsögðu er alltaf besta kjötið sem maður hefur veitt sjálfur úti í náttúrunni, eða sem fengið er í góðum kjötbúðum þar sem varan er sem ferskust og minnst meðhöndluð.

Grafík: Kjöt- og fiskvörur, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
4. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Kjöt- og fiskvörur“, Náttúran.is: 4. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/kjot-og-fiskvorur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 16. september 2014

Skilaboð: