Erfðabreytt matvæli eru í sjálfu sér ekki hluti af E-efna kerfinu. En rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Rannsóknir hafa að mestu verið framkvæmdar og kostaðar af framleiðendum og því verður að taka þeim með fyrirvara.

Óháðir aðilar hafa framkvæmt rannsóknir sem sumar hverjar benda til þess að erfðabreytt matvæli hafi slæm áhrif á meltingarkerfi tilraunadýra. Skordýraeitur sem er stór hluti af erfðaiðnaðinum hefur fundist í blóði og skilað sér í fóstur kvenna Það er því full ástæða til að kynna sér þessi mál og móta sér sína eigin skoðun.

Maís og soja er gegnumgangandi ræktað erfðabreytt í heiminum í dag, og ýmsar olíur eins og t.d. kanólaolía er yfirleitt erfðabreytt. Maís og soja er síðan mikið notað í dýrafóður og gæludýrafóður, þannig að segja má að mörg dýr fyrir utan manninn fái einnig erfðabreyttan kost.

Reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs tók gildi hér á landi þ. 1. september 2012 og því er skilt er að merkja hvort matvara og fóður innihaldi erfðabreytt efni og því á neytandinn nú val um hvort að hann sniðgangi erfðabreyttan kost eða ekki.

Grafík: Táknmynd fyrir erfðabreytt matvæli, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
4. janúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Erfðabreytt matvæli“, Náttúran.is: 4. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/erfdabreytt-matvaeli/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 16. september 2014

Skilaboð: