Ísland er land sem þarf að flytja inn megnið af ávöxtum sem hér eru á markaði, en mjög gott íslenskt grænmeti er hins vegar ræktað innanlands. Ávextir og grænmeti sem eru ekki með skýrt upprunavottorð eru oft grunsamlega fallegir. Oft er askorbínsýra (E300) og sítrónusýra (E330) notaðar til að varðveita lit og ferskleika grænmetis og ávaxta einkum þegar flytja þarf vöruna langar vegalengdir. Brennisteinssambönd (E220-228) geta verið í þurrkuðum ávöxtum og þurrkuðu grænmeti sem þráavarnarefni og kemur það ef til vill ýmsum á óvart.

Af E efna tóli Náttúrunnar fyrir farsíma, skoða e.natturan.is hér.

Grafík: Ávextir og grænmeti, af E efna tóli Náttúrunnar, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
4. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Ávextir og grænmeti“, Náttúran.is: 4. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/avextir-og-graenmeti/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 4. febrúar 2014

Skilaboð: