Flest ilmvötn í dag eru unnin úr jarðolíu, og til er í dæminu að eitt ilmvatnsglas sé samsull úr um 500 mismunandi efnum. Yfirleitt stendur bara ilmefni á umbúðunum, og ekki kemur fram að þau eru unnin úr jarðolíu eða kolatjöru. Í snyrtivörum geta verið hvimleið aukefni eins og E-240 - formaldehýð sem er þekktur krabbameinsvaldur. E-218 Metýl paraben og önnur paraben-efni eru einnig algeng í snyrtivörum og sólarvörn. Þau geta verið ofnæmisvaldandi. Ísóprópýl alkóhól er annað aukefni í snyrtivörum sem er unnið úr jarðolíu og er einnig notað sem kælivökvi. Það hefur ekkert E-númer. Parrafín-olía og própýlen glýkol eru einnig algeng olíuefni sem eru oft í snyrtivörum þótt þau hafi ekki E-númer. Að lokum má nefna natríum lauryl súlfat sem þurrkar upp húðina, veldur ertingu á húð, en er oft notað í snyrtivörur. Það er því ljóst að það kostar líkamann visst álag og ofnæmi að halda uppi því fegurðarstigi sem vestræn menning krefst og tískuiðnaðurinn leggur áherslu á.

Af E efna tóli Náttúrunnar fyrir farsíma, skoða e.natturan.is hér.

Grafík: Snyrtivörur, af E efna tóli Náttúrunnar, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
4. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Snyrtivörur“, Náttúran.is: 4. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/snyrtivorur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 4. febrúar 2014

Skilaboð: