Smáfuglar
Smáfuglarnir eru ekki einungis skemmtilegir félagar í garðinum heldur þjóna þeir ákveðnu hlutverki í lífskeðjunni. Þeir éta orma og skordýr en stundum líka berin sem ætluð voru í sultugerð. Hægt er þó að forða berjunum með einföldum aðferðum eins og að leggja net yfir runnana þegar líður að þroskatíma berjanna. Að laða fugla í garðinn er tvímælalaust gott fyrir garðinn, þig og fuglana.
Lítið fuglahús á staur eða tré getur bjargað lífi snjótittlinganna á veturna. Það er þó ekki sama hvað þeim er gefið. Best er að nota tilbúna fuglafræsblöndu, ávexti eða fitu en sú þjóðsaga hefur verið lífseig að ekki skuli gefa þeim haframjöl því það geti þanist út í litla maganum þeirra. Það er ekki rétt en gott er að setja svolitla olíu út á mjölið í frosti.
Fuglavernd hefur haldið námskeið og gefið út veglega myndskreyttan bækling um hvernig best sé að fóðra vini loftsins á vetrum og luma á miklum fróðleik um hvaða tré eru „fuglavæn“ og geta veitt skjól, hreiðurstæði og/eða veitt fuglunum fæðu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Smáfuglar“, Náttúran.is: 26. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/smfuglar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 19. maí 2014