Náttúruverndarsamtök Íslands voru að opna nýja vefsíðu Natturuvernd.is en samtökin opnuðu einnig Facebooksíðu fyrir nokkrum dögum. Á nýju vefsíðunni gætir ýmissa grasa en aðalflokkar eru; Náttúruvernd, Loftslagsbreytingar og Lífríki sjávar en markmið Náttúruverndarsamtaka Íslands er að vera málsvari umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða og stuðla að verndun náttúru Íslands til láðs, lagar og lofts, málefna sem eru í senn íslensk og alþjóðleg viðfangsefni.

Á síðunni er hægt að fylgjast grannt með starfi samtakanna sem eru virk bæði á innlendum sem og á alþjóðavettvangi. Síðan er enn í mótun og mun hún þróast áfram á næstu vikum og mánuðum. Náttúran.is mun birta allar fréttir af natturuvernd.is í RSS fréttafóðrun hér neðarlega til hægri á síðunni ásamt fréttum frá öðrum tengdum aðilum.

Sjá nýju heimasíðu NSÍ.

Sjá nýja Facebooksíðu NSÍ, láttu þér líka við hana og fylgstu þannig með starfi samtakanna.

Birt:
22. janúar 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýr vefur Náttúruverndarsamtaka Íslands“, Náttúran.is: 22. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/22/nyr-vefur-natturuverndarsamtaka-islands/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: