Ökutækjum er skilað til viðurkenndra móttökuaðila*. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi sveitarfélag/móttökustöð til að fá upplýsingar áður en farið er með ökutækið. Skilagjald fæst greitt fyrir bíl sem komið er með til förgunar. Til að fá skilagjaldið greitt þarf að sýna skilavottorð sem staðfestir að bifreiðinni hafi verið skilað til endurvinnslu og hún afskráð af götum landsins. Einnig þarf að staðfesta að bifreiðin sé í raun eign þess sem skilar bílnum. Með því að framvísa skilavottorði á næstu skoðunarstöð fást greiddar 15 þúsund krónur fyrir hverja bifreið. Öllum spilliefnum sem skilin eru frá bifreiðinni er safnað í sérstaka gáma og þau send viðurkenndum, sérhæfðum endurvinnslufyrirtækjum til endurvinnslu eða til förgunar á löglegan hátt samkvæmt umhverfislögum. *Hringrás hf.Vaka hf. og Fura ehf. taka við bifreiðum og undirbúa hreinsun spilliefna til endurvinnslu.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
19. janúar 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Bílar - Förgun ökutækja“, Náttúran.is: 19. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/19/bilar-forgun-okutaekja/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. janúar 2013

Skilaboð: