Að auglýsa á Náttúrunni
Ein mikilvægasta fjáröflunarleiðin fyrir vefinn Náttúran.is eru birtingar auglýsinga fyrir fyrirtæki sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við umhverfisvænar vörur og þjónustu hér á landi. Fjölmörg fyrirtæki hafa auglýst hér á vefnum frá upphafi og þannig stuðlað að því að vefurinn er lifandi í dag. Þeim er hérmeð þakkaður stuðningurinn!
Auglýsingar hér á vefnum ná til ört vaxandi markhóps sem er að leita eftir fræðslu og viðskiptalausnum í takt við umhverfið. Erlendir ferðamenn sækja upplýsingar á vefinn í gegnum Græna kortið og því bjóðum við upp á auglýsingaborða á þeim fimm tungumálum sem Grænu kortin birtast á. Auglýsingabirtingar eru á hagstæðu verði og hægð er að velja um að birta borða eða mynd- og textaskilaboð til styttri eða lengri tíma.
Sjá hverjir hafa styrkt okkur með auglýsingum til þessa.
Sjá auglýsingaverðlistann og skoðaðu mælingar á modernus.is.
Sem dæmi um heimsóknartölur þá var meðaltal heimsókna á síðasta ári 470 einstaka gestir á dag og komust upp í 864 gesti á dag. Yfir 130 þúsund einstaka gestir sóttu sér upplýsingar á vef Náttúrunnar á árinu og skoðuðu 65.778 síður.
Til að grennslast enn frekar um Náttúran.is sem auglýsingamiðil þá skrifaðu okkur á nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500.
Grafík: Íkon Náttúrunnar fyrir auglýsingar, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Að auglýsa á Náttúrunni“, Náttúran.is: 25. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2009/01/18/ao-auglysa-natturunni/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. janúar 2009
breytt: 31. mars 2014