Jólatré eiga sér framhaldslíf
Reykjavíkurborg mun ekki hirða jólatré í ár, frekar en síðasliðin ár. Nokkur íþróttafélög bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatré gegn gjaldi. Hvorki mun Gámaþjónustan né Íslenska Gámafélagið hirða jólatré í ár heldur þetta árið
Í flestum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins verða jólatré hirt séu þau sett út fyrir lóðamörk. Hjálparsveit skáta og þjónustumiðstöðin í Garðabæ munu hirða jólatré þar. Þau tré sem lögð verða út fyrir lóðamörk dagna 7. til 8. janúar verða sótt íbúum að kostnaðarlausu.
Í Hafnarfirði munu starfsmenn taka jólatré sem sett eru út fyrir lóðamörk eftir helgina, þann 9. og 10. janúar. Einnig á Seltjarnarnesi og í Kópavogi. Alls staðar er brýnt fyrir fólki að koma trjánum vel fyrir til að koma í veg fyrir að þau fjúki burt.
Hægt er að fara með tré án endurgjalds á endurvinnslustöðvar. Þar verða jólatrén færð til kurlunar og moltugerðar og nýtast þannig til að hlúa að nýju lífi.
Sjá allar endurvinnslustöðvar á landinu hér á Endurvinnslukortinu.
Grafík: Dautt tré næring fyrir nýja plöntu, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólatré eiga sér framhaldslíf“, Náttúran.is: 5. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2012/01/05/jolatre-eiga-ser-framhaldslif/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. janúar 2012
breytt: 5. janúar 2013