Nýuppskorin skessujurt.Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.

Skessujurt, Lovage, Liebstöckel, Maggiurt er einnig nefnd Maggí-súpujurt af því að hún var og er ein mikilvægasta jurtin í gerð súpukrafts. Þar sem skessujurt er eins og nafnið ber með sér „stór og skessuleg“ en hún getur orðið allt að þriggja metra há, er tilvalið að skera hana niður og þurrka til vetrarins enda gefur hún ríkulega allt sumarið. Mest bragð er þó af henni áður en hún blómgast og myndar fræ en það gerir hún í júlí.

Skessujurt er eins og latneska, enska og þýska heitið ber með sér einnig kennd við ástina en hún er sérlega karllæg jurt og vekur karlmönnum losta. Plöntur, eins og dýr og menn hafa annað hvort meira kvenlegt eðli, karllægt eðli eða mismikið af báðu. Þá er ekki einungis átt við kyn plöntunnar heldur aðra eðlisþætti hennar sem flokka má sem meira eða minna kven- eða karllæga. Skessujurtin var einnig notuð í annarskonar læknislegum tilgangi en að örva karlmenn en hún hefur t.a.m. þvaglosandi áhrif, eykur matarlist og getur linað hósta og verki í brjóstholi.

Ljósmynd: Skessujurt, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
14. júní 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skessujurt - súpukraftur með karllægum keim“, Náttúran.is: 14. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2008/05/25/skessujurt-supukrafturinn-i-garoinum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. maí 2008
breytt: 14. júní 2015

Skilaboð: