Eldhúsgarðurinn - einföld leið til að gera sér gróðurreit hvar sem er
Ef þú hefur aðeins lítið pláss til umráða eða getur fengið smá pláss á svölum eða holað þér niður hjá vini eða kunningja gætir þú komið þér upp Eldhúsgarði í örlitlu útgáfunni. Góð stærð til að miða við er einn fermeter 1m2 en á einum fermeter má rækta ýmislegt og hafa gaman af. Ef reiturinn er ekki plægður fyrir getur þú skellt niður einföldum fjórhliða botnlausum kassa. Hann má gera úr mótatimbri eða bara einhverjum viðarafgöngum sem finnast víða. Hornin má festa saman með gúmmíbút, skósólum af ónýtum strigaskóm eða gömlum stígvélum. Heftibyssa eða nokkrar skrúfur hjálpa þér síðan við að festa heimatilbúnu „lamirnar“ á timbrið. Um að gera að kosta sem minnstu til og nota það sem til er. Auðvitað má einnig nota fínar lamir, skrúfa eða negla spýturnar saman.
Mynd 1. Grasflötur fundinn fyrir Eldhúsgarðinn litla! Rúmur fermeter dugar til, nauðsynlegt er þó að hafa pláss til að komast þægilega að kassanum á alla vegu.
Grafík: Eldhúsgarðskassinn, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldhúsgarðurinn - einföld leið til að gera sér gróðurreit hvar sem er“, Náttúran.is: 12. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2009/05/22/eldhusgarourinn-einfold-leio-til-ao-gera-ser-groou/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. maí 2009
breytt: 13. júní 2014