Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar sem nærveru hans er ekki óskað.

Fjöldi sagna er til um mátt og kyngikraft jurta á Jónsmessu/sumarsólstöðum sem vel er lýst af Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi. Sjá grein.

Ljósmynd: Njóli [Rumex longifolius] um miðjan júni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
20. júní 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Njólann nú auðveldast að uppræta“, Náttúran.is: 20. júní 2015 URL: http://nature.is/d/2008/06/20/njolinn-rotlaus-i-nott/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. júní 2008
breytt: 20. júní 2015

Skilaboð: