Söfnun og meðferð klóelftingar
Klóelfting [Equisetum arvense]
Lýsing: Gróstönglar eru ljósleitir eða svartir, blaðlausir og liðskiptir, svokallaðir skollafætur. Gróaxið situr efst. Þeir eru ekki nýttir. Grólausu stönglarnir verða 20-40 cm háir grænir með uppvísandi greinakrans á hverjum lið, greinarnar þrístrendar.
Algengt um allt land, vex víða í þéttbýli og því er ástæða til að minna á að forðast staði þar sem notað hefur verið skordýraeitur og tilbúinn áburður.
Árstími: Júlí.
Tínsla: Sumarjurtin takist með sigð eða grasklippum.
Meðferð: Eins og við þurrkun blágresis þarf að gæta vel að loftræstingu og snúningi. Elfting skemmist fljótt ef hún liggur þétt, enda hefur hún verið talin með bestu safnhaugsplöntum. Þornar hægt.
Ljósmynd: Klóelfting, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð klóelftingar“, Náttúran.is: 1. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-kloefltingar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. janúar 2013