Söfnun og meðferð hlaðkollu
Hlaðkolla [túnbrá, gulkolla, gulbrá) [Chamomilla suaveolens]
Lýsing: Líkist baldursbrá, en hvítu blómin vantar í körfurnar. Vex sem slæðingur við híbýli og oft í miklu magni í gömlum kálgörðum.
Árstími: Tekin nýblómguð fyrri hluta júlí.
Tínsla: Efri helmingur jurtarinnar er klipptur eða skorinn.
Meðferð: Forðast hærra hitastig við þurrkun en 20-25°C. Jurtin er vökvamikil og því seiný urrkuð. Þurrkun tekur 7-10 daga eða lengri tíma eftir aðstæðum. Blómin eru mikilvægasti hluti jurtarinnar í te. Best er að þurrka hlaðkollu á þéttum dúkum sem þó loftar gegnum. Hún vill molna mikið þegar hún þorrnar og ef notuð er grind eða strigi tapast mikið af jurtinni niður.
Ljósmynd: Hlaðkolla, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð hlaðkollu“, Náttúran.is: 2. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-hladkollu/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 1. júlí 2013