TjaldútilegaHann er nú jafnan haldinn fyrsta mánudag í ágúst. Verslunarmenn í Reykjavík fengu sinn fyrsta almenna frídag 13. september 1894. Gekkst Verslunarmannafélag Reykjavíkur þá fyrir hátíð að Ártúni við Elliðarár. Næstu tvö ár var hann ekki haldinn á ákveðnum degi, en þó í ágústmánuði. Árið 1897 var ákveðið, að hann skyldi vera á föstum mánaðardegi, gamla þjóðhátíðardaginn frá 1874, 2. ágúst. Hélst sú skipan fram yfir 1930, að núgildandi regla komst á en frídagur verslunarmanna er í dag þ. 6. ágúst.

Samkomustaðurinn var í fyrstu við Ártún sem í upphafi, en síðar var tekið að fara í skemmtierðir í nágrenni Reykjavíkur. Árið 1935 var byrjað að halda samkomur á Þingvöllum og hélst það fram að síðari heimstyrjöld. Eftir það varð hann smám saman almennur frídagur alls vinnandi fólks.

Hér á græna kortinu sérð þú tjaldstæði á Íslandi. Skilgreining: „Svæði ætlað til gistingar í tjöldum og þessháttar búnaði. Ætlast er til að farið sé að gát um náttúruna og umhverfis svæðin.“

Aðeins stjörnumerkt tjaldstæði skv. gæðakerfi tjalda.is eru merkt inn á græna kortið.

Mynd: Í útlegu. Ljósmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir


    Tengdir viðburðir

  • Frídagur verslunarmanna

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Mánudagur 04. ágúst 2014 00:00
    Lýkur
    Þriðjudagur 05. ágúst 2014 00:00
Birt:
4. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Árni Björnsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Frídagur verslunarmanna“, Náttúran.is: 4. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/frdagur-verslunarmanna/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 4. ágúst 2014

Skilaboð: