Bláberjasultur - Sultur allt árið
Í bók Sigurveigar Káradóttur Sultur allt árið sem Salka gaf út fyrir síðustu jól eru gnægt spennandi uppskrifta. Sigurveig leyfði Náttúrunni að birta nokkrar uppskriftir úr bókinn og hér koma tvær bláberjasultuuppskriftir:
Bláberjasulta
300 g bláber
150 g hrásykur
3 cl koníak
2-3 msk vatn
Allt nema koníakið er sett í pott og látið sjóða í 10-15 mínútur eða þar til vökvinn hefur minnkað um svona þriðjung. Þá er koníakinu bætt út í og látið gufa aðeins upp. Sultan er látin í krukkur eða borðuð strax. Það má hvort heldur nota fersk bláber eða frosin. Þessi sulta passar vel með pönnukökum og rjóma, en einnig er tilvalið að nota hana með mat eða til að bragðbæta sósur.
Bláberjasulta með hunangi og kanil
300 g bláber
150g hunang
1 tsk kanil
Allt sett saman í pott. Þegar suðan kemur upp er blandan látin bullsjóða í svona 10 mínútur. Sultan er góð með grófu brauði við morgunverðarborðið, eða út á gríska jógúrt.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Sigurveig Káradóttir „Bláberjasultur - Sultur allt árið“, Náttúran.is: 7. ágúst 2013 URL: http://nature.is/d/2011/09/09/blaberjasultur-sultur-allt-arid/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. september 2011
breytt: 1. janúar 2013