Minna vistspillandi jól
Vistvæn jól - er hugtak sem farið er að nota yfir það að taka örlítið meira tillit til umhverfisins og náttúrunnar þegar að jólaneyslan er annars vegar. Betra væri þó að tala um „minna vistspillandi jól“ því að nútíma jól og jólaundirbúningur getur ekki talist sérlega umhverfisvænn. Það er ekki ætlunin hér að umturna hefðum og ræna börnum gleði jólanna, þvert á móti að takast á við það sem raunverulega liggur að baki anda jólanna.
Oft erum við að stunda ofneyslu, bruðl og skynsemin flýgur út um gluggann rétt fyrir jólin. Hlutir eru keyptir án tillits til raunverulegs notagildis, orkueyðslan fer úr böndunum, mengun og kolefnislosun skiptir ekki máli og endurnýtanleiki þess sem við kaupum gleymist oft í hita leiksins. Nútíma jól kalla á óstjórnlegt taumleysi í innkaupum þar sem hin ímyndaða þörf er látin gnæfa yfir afleiðingarnar. En hömlulaus efnisneysla er ekki nauðsynleg til að skapa hátíðleika. Hátíðleikinn býr innra með okkur og hann má kalla fram á mun umhverfisvænni og mannvænni hátt en við gerum oft.
Hér á Náttúrunni tökum við jólaundirbúninginn fyrir lið fyrir lið fram að jólum.
Allir geta tekið þátt og lagt „orð í belg“ eða sent okkur tillögur, myndir og greinar á nature@nature.is.
GrafíK: Jólahús Náttúrunnar. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Minna vistspillandi jól“, Náttúran.is: 3. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2007/12/06/minna-vistspillandi-jol/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. desember 2007
breytt: 1. janúar 2013