Jólaskraut
Oft fylgja ljúfar minningar jólaskrauti fjölskyldunnar og því ekki óráðlegt að geyma það fallegasta þar til börnin fara að búa. Jólaskraut í góðu ástandi má setja í Góða hirðis gáma á endurvinnslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nytjagáma víða um land. Ónýtt jólaskraut er oftast nær óendurvinnanlegt en skynsamlegt er að flokka það til endurvinnslu sem flokkanlegt er.
Upplýsingar af Endurvinnslukortinu (Flokkar/Heimilið/Jólaskraut) og úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad.
Birt:
5. janúar 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólaskraut“, Náttúran.is: 5. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2012/12/19/jolaskraut/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. desember 2012
breytt: 5. janúar 2015