Góð hjól sem engin not eru lengur fyrir má gefa eða selja. Á vefnum hjoladot.is er hægt að skrá, selja, og kaupa hjólavörur sínar. Tekið er við hjólum og öðrum hlutum sem eru með óskert notagildi og tilheyra heimilishaldi s.s. húsgögnum, rafmagnstækjum, innanstokksmunum, leikföngum, bókum, plötum og geisladiskum í nytjagáma Góða hirðisins á endurvinnslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Ef hjól eru ónýt skal setja þau í gám merktan málmum á gámasvæðum.

Upplýsingar úr Endurvinnslukorts smáforriti (appi) Náttúrunnar fyrir iPhone og iPad, nú aðgengilegt ókeypis í AppStore.

Grafík: Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
26. nóvember 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Reiðhjól“, Náttúran.is: 26. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/26/reidhjol/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. desember 2012

Skilaboð: