Endurvinnslukortið komið í AppStore
Náttúran.is hefur gefið út Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það nú aðgengilegt í AppStore. Smáforritið er ókeypis og notkun þess líka. Þeir sem nota það yfir 3G eða 4G samband greiða fyrir gagnflutning sem reynt er að halda í lágmarki.
Tilgangur Endurvinnskortsins er að einfalda leit að réttum stað fyrir hvern endurvinnsluflokk og stuðla þannig að betri flokkun ásamt betri og markvissari endurvinnslu.
Endurvinnslukortið verður einnig fáanlegt fyrir Android innan skamms.
Helstu samstarfsaðilar við gerð Endurvinnslukortsins eru; Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Sorpa bs., Úrvinnslusjóður, Umhverfissjóður Landsbanka Íslands, Gámaþjónustan og Sorpstöð Suðurlands bs. og þakkar Náttúran.is þeim fyrir gott samstarf.
Endurvinnslukortið fyrir iPhone og iPad má nálgast í App Store.
Með þvi að skanna inn QR kóðan má fara beint á forritð í iPhone eða iPad
Náttúran.is vonar að Endurvinnslukortið verði gagnlegt verkfæri og auki meðvitund um endurvinnslu og förgun úrgangs.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Endurvinnslukortið komið í AppStore“, Náttúran.is: 22. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/21/endurvinnslukortid-komid-i-appstore/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. desember 2012
breytt: 18. janúar 2013