Náttúran óskar gleðilegra jóla
Jólin eru há-tíð ársins. Grunntónninn er sá að upplifa galdur lífsins, þakka gjafir jarðar, vegsama lífið og frjósemina sjálfa og gefa af okkur til annarra.
Með því að gefa sýnum við af okkur elsku, og það fyllir okkur sjálf innri gleði. Samhljómur og friður eru aukaverkanir af því að gefa. Þess vegna eru gjafir svo mikilvægur hluti hátíðar ársins. Jólagjöfin er táknræn fyrir það sem að við ættum að hafa í heiðri alla daga ársins, þ.e. að gefa af okkur til annarra og virða móður okkar, náttúruna.
Starfsfólk Náttúran.is óskar öllum tvífætlingum og fleirfætlingum um víða veröld sem og náttúrunni sjálfri gleðilegrar jólahátíðar og minnir á að það að sýna náttúrunni virðingu er gjöf sem að gefur okkur sjálfum stærstu gjöfina. Áframhaldandi líf á jörðu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran óskar gleðilegra jóla“, Náttúran.is: 22. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/20/natturan-oskar-gledilegra-jola/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. desember 2012
breytt: 22. desember 2012