Kæri Náttúrunnandi

Vefurinn Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund, verður tveggja ára eftir rúma fjóra mánuði og er því eins og aldurinn segir til um, enný á að þroskast og vaxa. Á árinu tókum við nokkur risastór skref til að auka sýnileika á grænu hliðunum á tilverunni og gera þær sýnilegri öllum. Við aðstandendur Náttúrunnar trúum því að ekki sé hægt að byggja upp sjálfbæra framtíð nema með því að hampa því sem vel er gert og sýna hvað hver er að gera. Við viljum vera einskonar „lífrænn áburður“ svo grænt megi dafna á Íslandi.

Grænt kort af Íslandi fæddist á árinu og vefurinn tengdist umheiminum með tilkomu ensku útgáfunnar Nature.is. Í allt sumar var unnið að áframhaldandi rannsóknum á stöðu grænna lausna á landinu og nú getum við státað af „Grænu Íslandskorti /Green Map“ með um þúsund skráðum aðilum, fyrirtækjum, menningarsetrum, stofnunum og sérfræðingum um allt land. Allir skráðir aðilar eiga það sameiginlegt að leggja eitthvað til málanna sem gerir Ísland grænna og vænna. Yfirlitið byggist á skilgreindum flokkum og við forðumst að stunda „græný vott“ eða láta annað en jafnræði gilda við skráningar.

Vefurinn Náttúran.is er einmitt hannaður í kringum þetta þ.e. að vera tækið sem að neytendur geta notað til að þekkja umhverfisvæna- og heilsusamlega kosti. Við teljum að upplýsingar sem fengnar eru á óháðum vef sem þessum geti stuðlað að framgangi umhverfisvænni lausna á öllum sviðum, ekki sýst til að byggja upp sjálfbæra framtíð á erfiðum tímum á Íslandi.

Kærar kveðjur,

Guðrún Arndís Tryggvadóttir, frumkvöðull að Náttúrunni.is.

Birt:
24. desember 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólakveðja frá Náttúrunni“, Náttúran.is: 24. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/24/jolakveoja-fra-natturunni/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. desember 2012

Skilaboð: