Hreinlætisvörur
Hreinlætisvörur
Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað lífríkið. Að efni brotni niður í umhverfinu segir ekki allt um hversu fljótt þau gera það og einnig geta niðurbrotsefnin verið skaðlegri en upprunalegu efnin. Öruggast er að forðast notkun óþarfa efna og skammta rétt þegar efna er þörf.
Þvottaefni og mýkingarefni
Best er að kaupa Svansmerkt þvottaefni því hverfandi líkur eru á að þau séu ofnæmisvaldandi auk þess sem framleiðsla þeirra er umhverfisvæn. Einnig eru til lífræn þvottaefni sem vert er að prófa. Hafa ber í huga að húð fólks er mjög misjafnlega næmt á þvottaefni. Sumir þola t.a.m. alls ekki ákveðnar tegundir þó að þær séu umhverfisvottaðar eða lífrænar. Það er því mikilvægt að láta hyggjuvitið ráða ferðinni og finna það sem best er fyrir fjölskylduna en muna að nota þvottaefni og mýkingarefni sparlega. Yfirleitt er hægt að helminga ráðlagða skammta hreinsiefna og þvottaefna því vatn á Íslandi er mun mýkra en t.d víða í Evrópu.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Hreinlætisvörur“, Náttúran.is: 23. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/hreinltisvrur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 2. maí 2014