Jóhannes Ágústsson látinn
Jóhannes Ágústsson, stofnandi og formaður Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands, lést í fyrradag fimmtudaginn 15. nóvember, 59 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.
Við vottum aðstandendum Jóhannesar okkar dýpstu samúð um leið og við minnumst hans með þakklæti fyrir allt það óeigingjarna starf sem hann vann af eljusemi og fórnfýsi í þágu samtakanna.
Við hin munum halda baráttunni áfram í anda Jóhannesar til varnar náttúru Suðvesturlands sem hann unni svo heitt; einbeitt, rökföst og fórnfús - trú skoðunum okkar og hugsjónum.
Birt:
17. nóvember 2012
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands „Jóhannes Ágústsson látinn“, Náttúran.is: 17. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/17/johannes-agustsson-latinn/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.