Jafnvel þótt mannkynið sé aðeins lítið brot af öllu lífkerfi jarðar hefur það mun meiri áhrif á umhverfi sitt en stærð þess gefur til kynna. Vegna þess hve áhrif mannsins á umhverfið og náttúruna eru umfangsmikil er erfitt að ákveða hvað sé náttúra og hvað sé manngert umhverfi. Ósnert náttúra og ósnortin víðerni eru á hverfanda hveli og sumir halda því jafnvel fram að ósnortin náttúra sé varla lengur til á jörðinni.

Tækniþróun mannsins hefur minnkað hættuna á náttúruhamförum. Þrátt fyrir það er framtíð siðmenningarinnar nátengd umhverfislegum þáttum. Það eru mjög flókin tengsl á milli stigs tækniþróunar og umhverfisbreytinga. Mannkynið veldur í dag mengun, eyðingu skóga og umhverfisslysum. Mannkynið hefur valdið beint eða óbeint útrýmingu margra dýrategunda.

Maðurinn ný tur náttúrunnar bæði sér til ánægju og sem efnahagslegra gæða. Vinnsla náttúruauðlinda er ennþá undirstaða hagkerfis heimsins. Náttúrleg gæði hafa þannig ennþá umtalsverð áhrif á auðlegð þjóða.

Mynd: Ef allur heimurinn myndi lifa eins og íslendingar og ameríkanar gera í dag (með rányrkju og ósjálfbærri notkun auðlinda jarðar) þyrftum við fjórar jarðir til viðbótar.

Grafík: Guðrún Tryggvadótttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

 

Birt:
10. nóvember 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Tengsl manns og náttúru“, Náttúran.is: 10. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/tengsl-manns-og-nttru/ [Skoðað:3. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2007
breytt: 10. nóvember 2012

Skilaboð: