Slæmt veður næstu daga
Veðurstofan vill vekja athygli á slæmu veðri sem spáð er næstu daga. Eftir miðjan dag á morgun verður komið norðan vonskuveður um landið norðanvert með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Með þessu verður snjókoma og él og getur færð og skyggni spillst á skömmum tíma. Eins ættu menn sem hafa húsdýr úti við að huga að því að koma skepnum í skjól. Búast við mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli frá því síðdegis á morgun og fram eftir vikunni.
Ekki er búist við að veður fari að batna fyrr en líður á næstu helgi og eins er að sjá að veður geti orðið enn verra á fimmtudag og föstudag.
Lengst af verður þurrt um landið sunnavert og ætti veðrið ekki að valda vandræðum þar. Gert er ráð fyrir að hiti verði um og undir frostmarki sunnantil á landinu næstu daga, en annars staðar verður frost 0 til 7 stig
Birt:
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Slæmt veður næstu daga“, Náttúran.is: 29. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/29/slaemt-vedur-naestu-daga/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.