Samkvæmt ákvörðun Endurvinnslunnar hf. verður hætt við móttöku á skilagjaldskyldum umbúðum á starfsstöðvum SORPU á Dalvegi og Sævarhöfða frá og með 1.nóvember 2012.

Endurvinnslustöðvar SORPU í Ánanaustum, Jafnaseli, Breiðhellu og Mosfellsbæ munu áfram taka við skilagjaldskyldum umbúðum eins og áður.

Endurvinnslan hf. hefur opnað móttöku fyrir skilagjaldskyldar umbúðir á Dalvegi 28 og Knarrarvogi 4.

Sjá allar móttökustöðvar á landinu hér á Endurvinnslukortinu.

Ath. að nýjum móttökustöðvum Endurvinnslunnar á Dalevegi 28 og Knarrarvogi 4 verður bætt inn á Endurvinnslukortið fyrir 1. nóv. nk.

Birt:
16. október 2012
Höfundur:
SORPA bs
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
SORPA bs „Móttaka skilagjaldsskyldra umbúða breytist 1. nóvember“, Náttúran.is: 16. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/16/mottaka-skilagjaldsskyldra-umbuda-breytist-1-novem/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: