Það er óhætt að segja að Lífrænt Ísland 2012 sem Samtök lífrænna neytenda stóðu fyrir í Norræna húsinu í sunnudaginn hafi slegið í gegn en viðburðurinn sprengt húsið gersamlega utan af sér.

Þetta var fyrsta árlega uppskeruhátíð Samtaka lífrænna neytenda en þau voru stofnuð á sama stað þ. 7. mars 2010 (sjá frétt).

Biðröð myndaðist fyrir utan Norræna húsið fyrir opnun hátíðarinnar og örfyrirlestrnir sem haldnir voru í salnum voru þéttsetnir (sjá frétt um dagskrána) og fjölmargir gestir sátu alla fyrirlestrana tólf*, frá kl. 12:15 til kl. 17:00. Gestir sýndu bæði smakk- og kynningarbásum mikla athygli og góð og ljúf stemning myndaðist.

Náttúran.is kynnti nýtt framlag sitt til umhverfisfræðslu sem er Lífrænt Íslandskort en gestir tóku með sér um 600 kort yfir daginn. Aðrir sýnendur náðu einnig að gefa allt það sem þeir höfðu í fórum sínum og gengu margir sælir og glaðir af fundi við lífræna framleiðendur þennan sólríka sunnudag í Vatnsmýrinni.

Samtök lífrænna neytenda taka á móti félögum á heimasíðu sinni og auðvitað skiptir miklu máli að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í starfi félagsins, lífrænni þróun á Íslandi til heilla. Skrá sig í SLN hér.

*Upptökur af fyrirlestrum hátíðarinnar verða aðgengilegir á vef Samtaka lífrænna neytenda lifraen.is á næstu dögum.

Ljósmyndir: Frá Lífrænu Íslandi á sunnudaginn, ljósm. Páll Jökull.
Sjá fleiri myndir Páls Jökuls frá Lífrænu Íslandi hér.

 

Birt:
16. október 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt Ísland 2012 sló í gegn“, Náttúran.is: 16. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/16/lifraent-island-2012-slo-i-gegn/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: