50 ára útgáfuafmæli - Raddir vorsins þagna
Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson. Skilaboð móttekin en án viðbragða?
Að því tilefni verður haldinn opinn fyrirlestur miðvikudaginn 17. október 2012 í Öskju, stofu 132, kl. 12.25-13.15 en þá mun Joni Seager, prófessor í hnattrænum fræðum við Bentley-háskóla, halda erindi sem ber heitið „Fimmtíu ár frá útgáfu bókarinnar „Raddir vorsins þagna“ eftir Rachel Carson. Skilaboð móttekin en án viðbragða?“ [„The Fiftieth Anniversary of Rachel Carson‘s “Silent Spring”: Message heard, not really acted on"]. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.
Andri Snær Magnason, rithöfundur, stýrir fundinum.
Raddir vorsins þagna er tímamótaverk sem hafði á margan hátt djúpstæð áhrif. Bókin hrinti af stað almennri vakningu í umhverfismálum og var aflvaki þeirrar umhverfishreyfingar sem við þekkjum í dag. Rachel hafði rétt fyrir sér á sínum tíma og hún hefur það enn. Við nánari skoðun á notkun skordýraeiturs í Bandaríkjunum í dag kemur í ljós að notkunin er óheft og í raun farin úr böndunum. Í fyrirlestri sínum mun Joni Seager fara yfir stöðuna og spyrja spurninga um brýn málefni umhverfisbaráttunnar í dag og hvernig beri að bregðast við. Hvað höfum við lært? Hvað hefur breyst?
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Alþjóðlega jafnréttisskólann við Háskóla Íslands.
Grafík: Silent Spring og höfundurinn Rachel Carson, af tumblr.com.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Irma Erlingsdóttir „50 ára útgáfuafmæli - Raddir vorsins þagna“, Náttúran.is: 15. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/15/50-ara-utgafuafmaeli-raddir-vorsins-thagna/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.