Spillt samband Ölfuss og OR rifjað upp
Nú þegar að Pandorubox Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss hefur verið opnað af virðulegri nefnd og þetta spillta samband afhjúpað er almennum fréttamiðlum loksins óhætt að rugga bátnum. Löngu eftir að hann er sokkinn.
Það er þó mikilvægt að hlutunum sé haldið til haga og minnt á að náttúruverndarfélögin, þá aðallega Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands, einstaklingurinn Lára Hanna og við hjá Náttúrunni þögðum aldrei og Náttúran.is flutti stöðugar og umbúðalausar fréttir af spillingarparinu OR og Ölfusi.
Það sorglega er þó að enn þann dag í dag, eða á íbúafundi um mótun umhverfisstefnu Ölfuss og afhendingu umhverfisverðlauna þ. 25. sept. sl. leyfði Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss sér að niðurlægja þá rúmlega tólfhundruð manns sem gerðu athugasemdir við Bitruvirkjun á sínum tíma, með því að segja að í raun hafi aðeins komið rúmlega þrjátíu. athugasemdir því svo margar hafi verið samhljóða. Það er kannski óþarfi að taka það fram en við þessi orð Sigurðar á fundinum hálfsturlaðist greinarhöfundur af reiði, enda tók þetta mál mikið á á sínum tíma.
Bæjarstjórinn fv. Ólafur Áki fékk ekki endurkosningu til eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar, enda ærlega búinn að koma upp um vankunnáttu sína, en skipulags- og byggingarfulltrúinn hans, og núverandi, ætti auðvitað að sjá sóma sinn í því að segja af sér sem skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss eftir allt sem á undan er gengið.
Hér fara nokkrar af þeim umfjöllunum sem birtust hér á vefnum:
- OR og Ölfus gerðu með sér samkomulag (sjá samkomulagið) um að OR borgi sveitarfélaginu Ölfusi 500 milljónir fyrir skjóta afgreiðslu umsagna og hröðun starfsveitinga til OR. Gekk í gildi þ. 27.04.2006.
Það var ekkert gert í þvi en í raun er það miklu stærra mál en það sem Landsvirkjun gerði við Flóamenn og Gnúpverja! - 8.09.2006 Hellisheiðarvirkjun OR - Starfsleyfi til kynningar (Guðrún Tryggvadóttir) natturan.is/frettir/218/ - Takið eftir, hér er starfsleyfið til kynningar, allt of seint!
- 20.08.2006 Verður Hellisheiðarvirkjun stærri að framleiðslugetu en Kárahnjúkavirkjun þegar upp er staðið? (Guðrún Tryggvadóttir) natturan.is/greinar/408/
- 23.09.2006 Háspennulínur fara óskaplega í taugarnar á Guðlaugi Þór (Guðrún Tryggvadóttir) natturan.is/greinar/194/
- 4.10.2006 Í gang „án starfsleyfis“ - Eru þarfir álvera öllu fremri? (Guðrún Tryggvadóttir) natturan.is/frettir/174/
- 21.10.2006 Hellisheiðavirkjun vígð (Guðrún Tryggvadóttir) www.natturan.is/frettir/150/
- 4.11.2006 Heitir álver „orkugarður“ á Þorlákshöfnsku? (Guðrún Tryggvadóttir) natturan.is/frettir/139/
- 2.11.2006 Bráðabirgða-tilrauna boranir og bráðabirgða vegir á Stóra Skarðsmýrarfjalli og við Hverahlíð (Guðrún Tryggvadóttir) /www.natturan.is/frettir/141/
- 24.05.2007 Álgarður fullfjármagnaður (Guðrún Tryggvadóttir) natturan.is/frettir/1136/ - Eitt af mörgum útspilum og glappaskotum Ólafs Áka, að tilkynna um sigur áður en nokkuð var í hendi.
- 17.06.2007 Verbúðartölur - Of mikið ekki nóg? (Guðrún Tryggvadóttir) www.natturan.is/frettir/1232/
- 5.10.2007 Bitruvirkjun og Hverahlíðarvirkjun (Guðrún Tryggvadóttir www.natturan.is/frettir/1652/
- 28.102007 Framtíð Hengilssvæðisins (Guðrún Tryggvadóttir) www.natturan.is/frettir/1706/
- 9.11.2007 Yfilýsingaglaður sveitarstjóri í Ölfusi (Guðrún Tryggvadóttir) www.natturan.is/frettir/1842/
- 16.11.2007 Sannleikann ofanjarðar - lagnir neðanjarðar (Einar Bergmundur) natturan.is/frettir/1883/
- 22.07.2007 Sálarsamkomulag OR og Ölfuss (Guðrún Tryggvadóttir) www.natturan.is/frettir/1907/
- 27.11.2007 Litli Meitill og Eldborg fari í umhverfismat (Guðrún Tryggvadóttir) www.natturan.is/frettir/1920/
- 1.12.2007 Rannsóknarborun á Gráuhnúkum heimiluð (Guðrún Tryggvadóttir) www.natturan.is/frettir/1931/
- 22.04.2008 Hvergerðingar uggandi um áhrif virkjana á Hellisheiði (Guðrún Tryggvadóttir) natturan.is/frettir/2534/
- 13.05.2008 Sveitarstjórn lýsi yfir vanhæfi sínu - Landvernd (Landvernd) natturan.is/frettir/2644/
- 13.05.2008 NSS leggst alfarið gegn áformum um virkjun við Bitru (Náttúruverndarsamtök Suðurlands - athugasemdina fyrir NSS skrifuð af Guðrúnu Tryggvadóttur) natturan.is/frettir/2645/
- 13.05.2008 Bæjarstjórn Hveragerðis mótmælir Bitruvirkjun (RÚV) natturan.is/frettir/2678/
- 20.05.2008 Samþykkt einróma að hætta við undirbúning Bitruvirkjunar natturan.is/frettir/2864/
Skoðið einnig allar þær tengdu greinar sem birtast ætíð t.h. á síðunni undir „Tengt lesefni“.
Plakat. Kálver í Ölfusið, eina skynsama orkunýtingin fyrir Ölfusið, Einar Bergmundur og Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Spillt samband Ölfuss og OR rifjað upp“, Náttúran.is: 12. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/12/spillt-samband-olfuss-og-or-rifjad-upp/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. október 2012