Landvernd og Norræna húsið kynna fyrirletraröðina Frá vitund til veruleika: Hugarfarsbreyting í umhverfismálum sem hefst þ. 17. október kl. 16:00 með fyrirlestri Páls Jakobs Líndals undir fyrirsögninni Næring náttúrunnar - rómantík eða veruleiki?

Fyrirlesturinn fjallar um samspil fólks og náttúru, þær væntingar sem fólk almennt gerir til náttúrunnar, áhrif náttúrunnar á heilsufar og hvernig jákvæð áhrif náttúrunnar geta hvatt fólk til aukinnar vitundar og virðingar gagnvart henni.

Ljósmynd: Við Álftavatn, ljósm. Árni Tryggvason.

Birt:
12. október 2012
Tilvitnun:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson „Næring náttúrunnar - rómatík eða veruleiki?“, Náttúran.is: 12. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/12/naering-natturunnar-romatik-eda-veruleiki/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: