Lífrænt Íslandskort lítur dagsins ljós
Náttúran.is hefur nú þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu en það verður kynnt á Lífrænu Íslandi 2012 fyrsta árlega viðburði Samtaka lífrænna neytenda sem haldinn verður í Norræna húsinu sunnudaginn 14. okt. nk. frá kl. 12-17.
Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskorts nú er einfaldlega sú að nauðsynlegt er orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengilegri fyrir alla. Upplýsingar um lífræna aðila hafa verið framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar sl. 5 ár og upplýsingarnar hafa verið uppfærðar reglulega á grundvelli upplýsinga frá Vottunarstofunni Túni. Ný könnun Náttúrunnar meðal vottaðra aðila hefur varpað ljósi á raunverulegt framboð á lífrænum íslenskum vörum og eru þær upplýsingar settar fram á kortinu.
Það er ósk útgefanda að kortið verði til þess að hvetja hið lífræna Ísland til dáða og djörfungar á komandi árum.
Lífræna kortið endurspeglar stöðuna eins og hún er nú haustið 2012. Gögnin er einnig hægt að skoða á vefnum í flokknum Vottun:Vottað lífrænt á Grænum síðum™,og í flokknum Lífrænn landbúnaður á Grænu Íslandskorti® og en Lífrænt Íslandskorti verður opnað á á vefnum um leið og prentaða kortið verður kynnt í Norræna húsinu á sunnudaginn.
Grafík: Lífrænt Íslandkort, hannað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt Íslandskort lítur dagsins ljós“, Náttúran.is: 11. október 2012 URL: http://nature.is/d/2012/10/11/lifraent-islandskort-litur-dagsins-ljos/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.