Vottunarstofan Tún hefur þróað staðla og vottunarkerfi fyrir afurðir sem ekki teljast lífrænar, en eru af náttúrulegum uppruna. Þetta eru afurðir byggðar á sjálfbærri nýtingu auðlinda og/eða afurðir sem teljast leyfileg aðföng í lífræna framleiðslu. Náttúruafurð er meðhöndluð frá og með söfnun til síðustu pökkunar eða merkingar eins og um lífræna afurð væri að ræða, en er auðkennd sem vottuð náttúruafurð.

Sjá þá aðila sem hafa vottun um Vottaða náttúruafurð frá vottunarstofunni Tún hér á Grænum síðum.

Birt:
26. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Vottuð náttúruafurð - Tún“, Náttúran.is: 26. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/26/vottud-natturuafurd-tun/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. október 2012

Skilaboð: