Umhverfisstefna Náttúrunnar
Með vitundarvakningu og þátttöku almennra neytenda er hægt að nota markaðsöflin til þess að leysa mörg af þeim umhverfisverkefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, hvort sem þau eru staðbundin eða hnattræn. Þetta vill Náttúran er ehf. gera með því að vera:
- fréttamiðill og veita neytendum óháðar upplýsingar um vörur og þjónustu sem tengjast náttúrunni, umhverfis-, félagslegum og/eða heilbrigðismálum og sjálfbærri þróun á einn eða annan hátt.
- vettvangur fyrirtækja og stofnana til að koma upplýsingum um vöru og/eða þjónustu, sem tengjast fyrrgreindum málaflokkum, á framfæri við neytendur á hlutlausan og trúverðugan hátt.
- markaðstorg þar sem neytendur geta keypt heilsusamlegar og umhverfisvænar vörur á hagstæðum kjörum.
Náttúran er ehf. leitar stöðugt nýrra leiða til að upplýsa neytendur um umhverfi sitt auk þess að minnka umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins og koma í veg fyrir mengun. Náttúran er ehf. á að vera fyrirmynd annarra í umhverfismálum og starfar í samræmi við íslensk lög og reglur.
Tákn fyrir umhverfisstefnu Náttúrunnar: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
12. janúar 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisstefna Náttúrunnar“, Náttúran.is: 12. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/12/18/netverslun-fyrir-allt-landio/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. desember 2007
breytt: 16. mars 2014