Námsflokkar Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar gengst fyrir námskeiði um íslenskar lækningajurtir í gamla Lækjarskóla við Skólabraut í Hafnarfirði. Það mun garðyrkjufræðingurinn Steinn Kárason miðla af reynslu sinni.

Á námskeiðinu verður fjallað um algengar íslenskar drykkjar- og lækningajurtir og leiðbeint um söfnun þeirra, þurrkun, verkun og notkun. Stikklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og virðingu við náttúruna.

Fjallað verður m.a. um blóðberg, birki, mjaðjurt, vallhumal, ætihvönn, fjallagrös, horblöðku, maríustakk og kúmen. Einnig verða gefin dæmi um, te og seyði og einfaldar uppskriftir, s.s. hvannasúpu.

Söfnun jurta í fögru umhverfi er ánægjulegt og lærdómsríkt viðfangsefni og kjörið fyrir samhentar fjölskyldur og einstaklinga unga sem aldna.

Námskeiðið verður haldið miðvikudag 3.október frá kl. 18:00-20:00. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð Símenntunar, sími: 585-5860 netfang: nhms@hafnarfjordur.is.

Ljósmynd: Verkun Ætihvannarfræja, Sveinn Kárason.

Birt:
30. september 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Steinn Kárason „Íslenskar lækningajurtir - námskeið“, Náttúran.is: 30. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/30/islenskar-laekningajurtir-namskeid/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: