Nú er sauðfjárslátrun komin í fullan gang á landinu öllu og líklegt að margir hafi hug á að fá sér skrokk og hyggi jafnvel á að taka slátur á næstunni. En ekki eru allir aldir upp við iðju þá og því mikilvægt að þeir fróðari leggi til góð ráð og leiðbeiningar um hvernig fara beri að.

Náttúran.is er á höttunum eftir uppskriftum og góðráðum sem nýtast geta við sláturtökuna og við tilreiðslu, vinnslu og geymslu á keti og innmat. Þið sem lumið á góðum og skemmtilegum uppskriftum, endilega laumið henni í uppskriftasöfnunina hér á vefnum. Myndir mega einnig fylgja og sendast þá sem viðhengi á nature@nature.is Við komum uppskriftinni þinni síðan til skila hér á vefnum.

Myndin er af sláturgerð, blóðmörskeppir fylltir. Ljósmynd: Bjarnheiður Jóhannsdóttir.

Birt:
7. október 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvernig tekur maður slátur? - Uppskriftasöfnun“, Náttúran.is: 7. október 2014 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/uppskriftasofnun/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 7. október 2014

Skilaboð: