Boðið til fræsöfnunar í Guðmundarlundi
Skógræktarfélag Kópavogs efnir til fræðslugöngu laugardaginn 22. september um Guðmundarlund í nágrenni Elliðavatns undir leiðsögn Kristins H. Þorsteinssonar garðyrkjufræðings. Lagt verður upp í gönguna frá aðalinngangi Guðmundarlundar kl. 11:00 og lýkur fræðslugöngunni kl. 13:00.
Hægt verður að safna fræi af ýmsum tegundum trjáa og runna. Kristinn ætlar að fræða fólk um gróður í Guðmundalundi, sýna hvernig tína á fræ, hreinsa þau og verka. Þá fer fram verkleg kennsla í sáningu fræja bæði í bakka og beint á útjörð.
Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér poka undir fræin.
Sérstakur gestur hjá okkur verður Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur, sérfræðingur í sáningu og uppeldi matjurta.
Allir velkomnir!
Sjá kort og leiðsögn á vef Skógræktarfélags Kópavogs.
Ljósmynd: Furukönglar, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Boðið til fræsöfnunar í Guðmundarlundi“, Náttúran.is: 21. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/21/bodid-til-fraesofnunar-i-gudmundarlundi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.