Kvikmynd Herdísar Þorvaldsdóttur Fjallkonan hrópar á vægð er nú sýnd í Regnhboganum. Næstu sýningar eru föstudaginn 14. sept., laugardaginn 15. sept., og sunnudaginn 16. sept. og hefst sýning myndarinnar kl. 18:00 alla dagana.

Fjallkonan hrópar á vægð hefur verið tilnefnd til Fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytsinsin í ár ásamt tveimur öðrum verkefnum en úthlutun verðlaunanna fer fram á Degi íslenskrar náttúru nú á sunnudaginn.

Í áraraðir hefur Herdís Þorvaldsdólttir kveðið sér hljóðs, á fundum, í blöðum og alls staðar sem hún hefur stigið niður fæti, og bent á það, með góðum rökum, að lausaganga búfjár sé aðal-umhverfisvandi Íslendinga.

Oftar en ekki hefur hugprútt fólk látið sem hér væri um nöldur í elliærri kerlingu að ræða og frekar þótt uppákoman fyndin en nokkuð annað. Eru náttúruverndarsinnar þar ekki undanskildir.

Herdísi er þó ekki hlátur í hug og fer gegn öllu siðprýði í baráttu sinni gegn stöðnuðum hugsunarhætti og blindni gagnvart eins augljósum vanda og lausafjárganga búfjár er í raun og veru.

Sjá myndbrot úr Fjallkonan hrópar á vægð hér.

Mynd: Nokkrar úrklippur blaðagreina Herdísar, úr myndinni.

Birt:
14. september 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjallkonan hrópar á vægð “, Náttúran.is: 14. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/14/fjallkonan-hropar-vaegd/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: