Ágætis byrjun fyrir nýbakaða foreldra
Ágætis byrjun er verkefni sem Umhverfisstofnun stendur fyrir til að kynna umhverfismerkið Svaninn en það felur í sér að dreifa Svanspokum til nýbakaðra foreldra.
Verkefnið er unnið að norskri fyrirmynd en þar hefur sambærilegt verkefni verið í gangi síðan árið 2005. Í pokunum er bæklingur sem fjallar um umhverfismerkið Svaninn og kosti þess að velja umhverfisvottað fyrir ungabörn. Í pokanum eru einnig vöruprufur en tilgangurinn er að varpa ljósi á að Svanurinn hefur vottað breytt úrval af ungbarnavörum og að foreldrar hafa því raunverulegt val um vöru sem er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Foreldrar geta náð sér í pokann á skrifstofu Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík.
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.
Sjá þau fyrirtæki sem hafa Svansvottun hér á landi á Grænum síðum.
Sjá þá vöruflokka sem eru í boði af Svansvottuðum vörum hér á landi undir „Vörur/Vottað Svanurinn“ en í hverjum flokki finnur þú hvaða fyrirtæki flytja inn/dreifa viðkomandi vöruflokki og hvað vörurnar heita.
Sé varan til nákvæmlega skráð til sölu eða kynningar er hana að finna í Svansbúðinni hér á Náttúrumarkaði.
Samsvarandi flokkur er fyrir þjónustuflokkana undir„Þjónusta/Vottað Svanurinn“ hér á Grænum síðum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ágætis byrjun fyrir nýbakaða foreldra“, Náttúran.is: 28. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/28/agaetis-byrjun-fyrir-nybakada-foreldra/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.