Fæðing og mótun Viðeyjar
Þriðjudagsganga um jarðfræði Viðeyjar verður farin í fylgd Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur á morgun þ. 28. ágúst kl. 19:15 - 22:00.
Jarðfræði er Íslendingum hugleikin og ekki þarf nema rétt að bregða sér af braut malbiksins til að finna merkar jarðmyndanir. Í Viðey er elsta berg borgarlandsins að finna og víða í eyjunni sjást stórbrotnar bergmyndanir, meðal annars fallegt stuðlaberg.
Hreggviður Norðdahl er doktor í jökla- og ísaldarfræði og er starfsmaður Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Ferjan til Viðeyjar fer aukaferð á þriðjudagskvöldum frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15.
Síðasta ferjan fer úr Viðey yfir á Skarfabakka kl. 22:00. Ókeypis er í gönguna en gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1000,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn 7-15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu.
Ljósmynd: Viðeyjarstofa, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Svanborg H. Einarsdóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fæðing og mótun Viðeyjar“, Náttúran.is: 27. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/27/faeding-og-motun-videyjar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.