Kjötneysla nútíðar og framtíðar
Í frétt á Guardian segir að niðurstöður vísindamenn hafi leitt í ljós að með fjölgun jarðarbúa í 9 milljaraða árið 2050 og vaxandi vatnsskorti í heiminum þurfum við að tileinka okkur aðrar matarvenjur. Kjötframleiða útheimtir gríðarlegt magn vatns og ljóst er að við verðum að gerast grænmetisætur til að brauðfæða heiminn.
En þetta eru engin ný sannindi og snerta fleiri atriði en vantsskort einan saman, jafnalvarlegur og hann getur orðið, því kjötframleiðsa hefur í för með sér mikla losun gróðurhúsalofttegund.
Dr. Rajendra Pachauri, formaður Lofslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2008 (sjá frétt) breytingar á mataræði mikilvægar vegna mikillar losunar gróðurhúsalofttegunda frá nautgriparækt, sem og ræktun annarra dýra.
Talið er að um fimmtungur losunar á gróðurhúsalofttegundum í heiminum komi til vegna landbúnaðar, bæði vegna fóðurframleiðslu og einnig vegna þess að kýr losa metangas út í andrúmsloftið.
Það er því um að gera að fólk fari að venja sig af kjötátinu því sýnt er að vatnsauðlindir jarðar mun þverra og hlýnun jarðar virðist vera óumflýjanleg staðreynd sem við verðum öll að taka mjög alvarlega.
Mynd: Vöðvar af dýrum, Germes online.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kjötneysla nútíðar og framtíðar“, Náttúran.is: 3. september 2014 URL: http://nature.is/d/2012/08/26/kjotneysla-nutidar-og-framtidar/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. ágúst 2012
breytt: 3. september 2014