Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er einnig kölluð potta morgunfrú (pot marigold) vegna hlutverks hennar í matargerð.

Morgunfrú er m.a. notuð í pottrétti og soð til að auka á næringargildi. Nokkur blóm í súpur og kássur ljá þeim dýpt og bragð. Einnig er hægt að strá blómblöðum yfir hrísgrjón áður en þau eru soðin og virkar það þá líkt og að nota saffran. Blómblöðin eru einnig tilvallin til að dreifa yfir salat.

Hægt er að lita með blómunum en liturinn verður þá fagurgulur.

Morgunfrú hefur verið m.a. verið notuð til að meðhöndla krabbamein í leggöngum og brjóstum og til að vinna gegn sýkingum bæði innvortis og útvortis.

Morgunfrú er uppskorin þegar blómin eru orðin stór og falleg en hún myndar jafnan mörg blóm sem springa út hvert á fætur öðru. Ef aðeins er tekið stærsta og fallegasta blómið í hvert skipti heldur hún áfram að gefa ný blóm í margar vikur á eftir. Blómin eru þurkkuð með því að rífa blómblöðin af blómbotninum og leggja á grind eða bakka. Það tekur nokkuð marga daga að þorna í gegn og gott er að snúa blöðunum af og til.

Sjá meira um morgunfrú á Liber Herbarum II.

Ljósmyndir: Eftri mynd; morgunfrú að springa út, neðri mynd; morgunfrú í blóma og fleiri að fara að springa út. Sáð til, ræktað og ljósmyndað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur.

Birt:
31. júlí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Non Shaw „Morgunfrú í blóma“, Náttúran.is: 31. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2011/08/27/morgunfru-i-bloma/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. ágúst 2011
breytt: 31. júlí 2015

Skilaboð: