Lúpínan stækkar nú ört og fjólublá blómin farar brátt að sjást og skreyta meli og móa vítt og breytt um landið.

Alaskalúpínan [Lupinus nootkatensis donn ex Simms] var flutt frá Alaska til Íslands árið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Þó er talið að hún hafi áður borist til Íslands, seint á 19. öldinni, þá notuð sem skrautjurt í garða. Lúpínan líkt og aðrar belgjurtir, myndar sambýli með niturbindandi örverum og getur því dafnað vel í mjög rýru landi án nokkurs áburðar. Því hefur lúpínan reynst vel til landgræðslu þó að fullyrða megi að ekki séu allir jafn hrifnir af jurtinni. Það er þó varla sanngjarnt því lúpínan býr yfir þeim eiginleika að geta undirbúið jarðveginn vel fyrir t.a.m. skóglendi en hún er frek á svæðin sem hún tekur yfir og kaffærir íslenska lággróðurinn, sé hann fyrir hendi.

Þar sem lúpínan er óvelkomin er nauðsynlegt að ganga frá henni á vorin, á meðan að hún er smá og áður en hún fer að framleiða fræ en þau verða fullþroska í byrjun ágúst.

Sjá nánar um lúpínuna á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Sjá nýjan vef um ágengar tegundir agengar.land.is

Ljósmynd: Lúpínubreiða í byrjun júni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
2. júní 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landneminn alaskalúpína“, Náttúran.is: 2. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2008/05/17/landneminn-alaskalpna/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2008
breytt: 2. júní 2013

Skilaboð: